Bottast bestur - Verstappen klessti

Valtteri Bottas (t.v.) varð mjög naumlega á undan Daniel Ricciardo ...
Valtteri Bottas (t.v.) varð mjög naumlega á undan Daniel Ricciardo (t.h.). AFP

Valtteri Bottas hjá Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Bakú, en Lewis Hamilton og Sebastian Vettel urðu í aðeins tíunda sæti, einni og tveimur sekúndum á eftir Bottas.

Næst besta tímanum náði Daniel Ricciardo á Red Bull en hann var aðeins 35 þúsundustu úr sekúndu lengur í förum en Bottas. Þriðja besta tímann átti Sergio Perez á Force India. 

Esteban Ocon, liðsfélagi Perezar, átti fimmta besta tímann, Max Verstappen á Red Bull þann sjötta besta, Fernando Alonso á McLaren þann sjöunda besta, en síðan fylltu tuginn þeir Sergej Sírotkín á Williams, Pierre Gasly á Toro Rosso og loks Vettel.

Fyrsta spurningin sem kom upp er æfingunni lauk hvort Ferrari sé í blekkingarleik miðað við það að bílar þeirra urðu í aðeins 10. og 15. sæti.

Æfingin varð endaslepp fyrir Verstappen sem klessi á öryggisveg í fimmtu beygju áður en æfingin var hálfnuð. Reyndi hann að  endurræsa vélina og aka heim í bílskúr en það gekk ekki upp.

Kimi Räikkönen á Ferrari gat lítið ekið vegna bilunar sem kom upp rétt eftir að hann hóf æfinguna. Carlos Sainz hjá Renault ók líka lítið vegna bilunar og varð í neðsta sæti á lista yfir hröðustu hringi.

Ökumenn áttu margir hverjir í erfiðleikum á bremsusvæðum eftir langa beina brautarkafla. Skemmdust þá mörg dekk er þeir prófuðu hvað þeir gætu farið langt og hratt að beygjum áður en þeir stigu á bremsurnar. Við það vildu dekkin læsast og þá var ekki að sökum að spyrja, það var eins og skafinn hafi verið vænn biti úr barðanum.

Fimm af átta fremstu bílunum eru búnir Mercedesvél. 

mbl.is