Fyrirhafnarlaus sigur

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna sigur í ungverska kappakstrnum í Búdapest og fer í sumarfríið með 24 stiga forskot á Sebastian  Vettel hjá Ferrari í keppninni  um heimsmeistaratitil ökumanna.

Sigur Hamiltons var öruggur og hann hafði forystu frá ræsingu og alla leið í mark. Vettel varð annar og liðsfélagi hans Kimi Räikkönen þriðji en þeir háðu stöðubaráttu við Valtteri Bottast hjá Mercedes keppnina út í gegn.

Var það ekki fyrr en á þremur til fjórum síðustu hringjunum að Ferrarimennirnir höfðu betur en við samstuð við Vettel brotnaði vængur Bottas að hluta og hann missti báða keppinautana fram úr sér. 

Bottas varð á endanum fimmti því Daniel Ricciardo á Red Bull vann sig fram úr Bottas einnig en þeir skullu sömuleiðis saman er innan við tveir hringir voru eftir af 70 hringja kappakstrinum.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Toro Rosso, Kevin Magnussen á Haas, Fernando Alonso á McLaren, Carlos Sainz á Renault og Romain Grosjean á Haas. 

Í fríið með góða forystu

Í stigakeppni ökumanna er Hamilton með 213 stig, Vettel 189, Räikkönen 146, Bottas 132, Ricciardo 118 og Max Verstappen hjá Red  Bull með 105 stig í sjötta sæti. Hnn féll úr leik í dag vegna bilunar en fram að því var hann í fimmta sæti í kappakstrnium.

Í keppni liðanna er Mercedes með 345 stig, Ferra4ri 335,  Red Bull 223, Renault 82, Haas 66, Force India 59, McLAren 52, Toro Rosso 28, Sauber 18 og Williams 4. 

mbl.is