Fyrirhafnarlaus sigur

Lewis Hamilton á Mercedes var í þessu að vinna sigur í ungverska kappakstrnum í Búdapest og fer í sumarfríið með 24 stiga forskot á Sebastian  Vettel hjá Ferrari í keppninni  um heimsmeistaratitil ökumanna.

Sigur Hamiltons var öruggur og hann hafði forystu frá ræsingu og alla leið í mark. Vettel varð annar og liðsfélagi hans Kimi Räikkönen þriðji en þeir háðu stöðubaráttu við Valtteri Bottast hjá Mercedes keppnina út í gegn.

Var það ekki fyrr en á þremur til fjórum síðustu hringjunum að Ferrarimennirnir höfðu betur en við samstuð við Vettel brotnaði vængur Bottas að hluta og hann missti báða keppinautana fram úr sér. 

Bottas varð á endanum fimmti því Daniel Ricciardo á Red Bull vann sig fram úr Bottas einnig en þeir skullu sömuleiðis saman er innan við tveir hringir voru eftir af 70 hringja kappakstrinum.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Pierre Gasly á Toro Rosso, Kevin Magnussen á Haas, Fernando Alonso á McLaren, Carlos Sainz á Renault og Romain Grosjean á Haas. 

Í fríið með góða forystu

Í stigakeppni ökumanna er Hamilton með 213 stig, Vettel 189, Räikkönen 146, Bottas 132, Ricciardo 118 og Max Verstappen hjá Red  Bull með 105 stig í sjötta sæti. Hnn féll úr leik í dag vegna bilunar en fram að því var hann í fimmta sæti í kappakstrnium.

Í keppni liðanna er Mercedes með 345 stig, Ferra4ri 335,  Red Bull 223, Renault 82, Haas 66, Force India 59, McLAren 52, Toro Rosso 28, Sauber 18 og Williams 4. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert