Bottas hélt Hamilton fyrir aftan sig

Valtteri Bottas fagnar sigrinum í Bakú. Við hlið hans er …
Valtteri Bottas fagnar sigrinum í Bakú. Við hlið hans er Lewis Hamilton sem varð annar. AFP

Fjórða mótið í röð í ár vann Mercedesliðið tvöfaldan sigur í kappakstrinum í Bakú. Á endanum stóð rimma um sigurinn milli Valtteri Bottas hins finnska og Lewis Hamiltons. Varð heimsmeistarinn fjórfaldi að sætta sig við annað sætið. Bottas vann sitt annað mót af fjórum í ár en hin vann Hamilton.

Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji en lengi vel leit út fyrir að liðsfélagi hans Charles Leclerc yði í einu af pallsætunum. Herfræði hans gekk þó ekki upp og féll hann niður í fimmta sæti. Sárabót Leclerc er að hann  skaust inn að bílskúr og fékk ný dekk til að gera atlögu aðhraasa brautartíma kappakstursins. Þá vogun vann hann og hlaut því aukastigið sem fyrir það fæst.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Charles Leclerc á Ferrari,  Sergio Perez á Racing Point, Carlos Sainz og  Lando Norris hjá McLaren, Lance Stroll á Racing Point og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo.  

Liðsfélagarnir hjá Mercedes takast í hendur að keppni lokinni. Valtteri …
Liðsfélagarnir hjá Mercedes takast í hendur að keppni lokinni. Valtteri Bottas til vinstri og Lewis Hamilton til hægri. AFP
Valtteri Bottas (t.h.) og Sebastian Vettel takast í hendur eftir …
Valtteri Bottas (t.h.) og Sebastian Vettel takast í hendur eftir aksturinn í Bakú. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert