Verstappen heldur fyrsta sætinu

Eftir afburða endasprett ekur Max Verstappen hér fyrstur yfir endamarkið …
Eftir afburða endasprett ekur Max Verstappen hér fyrstur yfir endamarkið í Spielberg. AFP

Eftirlitsdómarar austurríska kappakstursins ákváðu í þessu að aðhafast ekkert vegna umdeildrar framúrtöku Max Versteppen á Red Bull á Charles Leclerc á Ferrari í austurríska kappakstrinum í dag.

Var þetta niðurstaðan eftir langa og stranga yfirlegu dómaranna yfir myndskeiðum af atvikinu og viðræður við ökumenn og fulltrúa  liða þeirra.

Úrslitin í Spielberg standa því, en auk Verstappen og Leclerc komst Valtteri Bottas á Mercedes á verðlaunapallinn.

Charles Leclerc (t.v.) og Max Verstappen á verðlaunapallinum í Spielberg …
Charles Leclerc (t.v.) og Max Verstappen á verðlaunapallinum í Spielberg í dag. AFP
mbl.is