Bottas á ráspól í Silverstone

Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Silverstone.
Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Silverstone. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að vinna ráspól breska kappakstursins á heimavelli liðsfélaga síns Lewis Hamiltons  sem var í toppsætinu í tímatökunni þar til á allra síðustu metrunum.

Hamilton varð því annar en ráspóllinn er sá þrettándi sem Bottas vinnur í formúlu-1.

Mesta athygli vakti þriðja sæti Nico Hülkenberg sem hljóp í skarð Sergei Perez hjá Racing Point sem veiktist af kórónuveirunni . Endurkoma Hülkenberg í formúluna er þegar orðin minnisstæð. Efldist hann með hverjum hringnum og laumaði sér á lokahringnum líka upp fyrir Daniel Ricciard á Renault sem var þriðji eftir fyrri umferð lokalotunnar en missti Max Verstappen á Red Bull einnig fram úr sér og leggur af stað fimmti á morgun.

Í sætum sex til tíu urðu eftirtaldir - í þessari röð -  Lance Stroll á Racing Point, Pierre Gasly á Alpha Tauri, Charles Leclerc á Ferrari, Alex Albon á Red Bull og Lando Norris á McLaren sem var 1,6 sekúndum lengur með hringinn en Bottas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert