Tap ytra fyrir Frökkum

Dóra María Lárusdóttir sækir að marki Frakka.
Dóra María Lárusdóttir sækir að marki Frakka. mbl.is/Ómar

Frakkland sigraði Ísland í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2:1. Sigurinn var nokkuð verðskuldaður en þær íslensku létu þó verulega að sér kveða og á góðum degi hefði það skilað öðru stiginu en ekki í þetta sinn. Frakkland er þá komið á EM 2009 í Finnlandi en Ísland leikur tvo umspilsleiki um sæti þar í lok október.

Franska liðið átti fyrri hálfleikinn nánast hundrað prósent því mikil taugaspenna einkenndi leik íslenska liðsins og á kafla komst vart sending á milli tveggja leikmanna vandræðalaust. Tók enda aðeins sex mínútur fyrir þær frönsku að skora fyrsta mark sitt sem Laura Georges skoraði með frábæru skoti utan teigs. Óverjandi fyrir Þóru markvörð.

Eitthvað hefur Sigurður Ragnar þjálfari sagt við þær íslensku í leikhléi því allt annað lið kom inn á í seinni hálfleik. Fum og fát hvarf með öllu og baráttuandi greinilegur í öllum leikmönnum liðsins. Skilaði það sér aldeilis því Ísland jafnaði aðeins þremur mínútum síðar með marki Katrínar Jónsdóttur eftir aukaspyrnu.

Var það nokkuð mót gangi leiksins og verulega miður þegar þær frönsku skoruðu sitt annað og um leið sigurmark tveimur mínutum eftir það. Var það Candie Herbert sem það gerði eftir varnarmistök Íslands.

Þrátt fyrir fínar tilraunir eftir þetta gekk ekki að skora annað mark og 2:1 sigur Frakka því staðreynd.

Leikmenn íslenska liðsins reyndu allir sitt besta en engin stúlknanna átti sérstakan stórleik í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir var hörð af sér og lét þær frönsku hafa fyrir hlutunum. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir frísk á köflum og mikil framtíð bíður þeirra ungu stúlku sem verður átján ára á morgun.

Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Ásta Árnadóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Varamenn: María B. Ágústsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Erla Steina Arnardóttir, Embla Grétarsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Ómarsdóttir.

Lið Frakklands: Céline Deville, Laura Georges, Sabrina Viguier, Sandrine Soubeyrand, Corine Bompastor, Candie Herbert, Camille Abily, Elodie Thomis, Louisa Necib, Elise Bussaglia.
Varamenn: Karima Benameur, Delphine Blanc, Ludivine Diguelman, Elodie Ramos, Sandrine Bretigny, Gaetane Thiney, Alix Challali Faye

Margrét Lára Viðarsdóttir í baráttu við frönsku vörnina í La …
Margrét Lára Viðarsdóttir í baráttu við frönsku vörnina í La Roche-sur-Yon. mbl.is/Ómar
Stuðningsmenn íslenska liðsins hvetja það áfram í leiknum í dag.
Stuðningsmenn íslenska liðsins hvetja það áfram í leiknum í dag. mbl.is/Ómar
Frá upphitun íslenska liðsins fyrir leikinn í dag.
Frá upphitun íslenska liðsins fyrir leikinn í dag. mbl.is/Ómar
Frá upphitun íslenska liðsins fyrir leikinn í dag.
Frá upphitun íslenska liðsins fyrir leikinn í dag. mbl.is/Ómar
Frakkland. 2:1 Ísland opna loka
90. mín. Sandrine Brétigny (Frakkland.) á skot sem er varið
mbl.is

Bloggað um fréttina