Gunnleifur: Gríðarlega sáttur

„Við vorum þolinmóðir og yfirvegaðir, nýttum þessi færi sem við fengum í fyrri hálfleik og eftir að við komumst yfir var það vel agaður varnarleikur og skynsemi sem skipti sköpum,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, eftir 1:2 sigurinn á Þór á Akureyri.

Gunnleifur átti stórgóðan leik og varði meðal annars vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem endaði með að vega þungt í leikslok. Blikar gerðu margar breytingar á liði sínu enda eru þeir í þéttri leikjadagskrá.

„Við erum búnir að spila marga leiki í júli, stutt á milli leikja og við reynum að deila álaginu. En það er hörð barátta um stöður í liðinu og það sýndi sig hér í dag,“ sagði Gunnleifur, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi mynskeiði þar sem hann talar meðal annars um næsta verkefni Blika sem er í Austurríki á fimmtudaginn kemur.

mbl.is