Valur fór létt með Fjölni

Haukur Páll Sigurðsson skoraði í kvöld.
Haukur Páll Sigurðsson skoraði í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur hafði betur gegn Fjölni í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu í kvöld, en lokatölur urðu 4:0. 

Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir á 29. mínútu áður en Guðjón Pétur Lýðsson bætti við öðru á 36. mínútu. Daði Bergsson og Einar Karl Ingvarsson sáu svo til þess að sigla þessu þægilega heim fyrir Valsara.

Valur fer virkilega vel af stað í Reykjavíkurmótinu en liðið vann Fram í fyrsta leik 2:1. Fjölnir er þá búið að vinna einn leik, en liðið sigraði þá Þrótt 8:1.

Kristinn Freyr Sigurðsson lék ekki með Val í kvöld en hann er á reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Tromsö. Sömu sögu má þá segja af Aroni Sigurðarsyni en hann æfir einnig með Tromsö þessa dagana.

mbl.is