Bayern skoraði tíu gegn Arsenal

Theo Walcott kom Arsenal yfir í kvöld.
Theo Walcott kom Arsenal yfir í kvöld. AFP

Bayern München vann 5:1 sigur á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Bayern vann fyrri leikinn með sömu markatölu og því samanlagt 10:2. Bayern er því komið í átta liða úrslit keppninnar. 

Real Madrid er sömuleiðis komið í átta liða úrslitin eftir 3:1 útisigur á Napoli og fer Real því áfram með samanlagt 6:1 sigri. 

Arsenal byrjaði mun betur gegn Bayern og komst verðskuldað yfir eftir tæplega 20 mínútna leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Robert Lewandowski jafnaði á 55. mínútu úr vítaspyrnu og fékk Laurent Koscielny að líta rauða spjaldið í kjöflarið. Eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir þýsku meistarana. 

Napoli komst yfir á móti Real Madrid og var staðan 1:0 í hálfleik. Real var hins vegar mikið betra liðið í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með öruggum sigri. 


Napoli - Real Madrid 1:3
Dries Mertens 24. - Sergio Ramos 52, 57 Alvaro Morata 90.
Arsenal - Bayern München 1:5
Theo Walcott 19. - Robert Lewandowski, víti 55. Arjen Robben 68 Douglas Costa 78. Arturo Vidal 80. 86.

90. Leikjunum er lokið.

90. MARK. Napoli 1:3 Real Madrid.  Alvaro Morata gulltryggir góðan sigur Real Madrid á Ítalíu. 

86. MARK. Bayern er að ganga frá Arsenal í annað skiptið á stuttum tíma. 10:2 samanlagt. Arturo Vidal skorar aftur. 

80. MARK. Arsenal 1:4 Bayern. Vidal klárar núna einn gegn Ospina. Staðan er 9:2 samanlagt. 

78. MARK. Arsenal 1:3 Bayern. Kvöldið verður bara verra og verra fyrir Arsenal. Douglas Costa labbar framhjá varnarmönnum Arsenal og klárar vel. 

69. MARK. Arsenal 1:2 Bayern. Þetta kemur ekki sérstaklega á óvart. Arjen Robben er búinn að koma Bayern yfir eftir vandræðagang í vörn Arsenal. 

57. MARK Napoli 1:2 Real Madrid. Sama uppskrift, Sergio Ramos skallar eftir fast leikatriði. Real svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit. 

53. MARK. Arsenal 1:1 Bayern. Robert Lewandowski skorar úr vítaspyrnu eftir að Koscielny gerðist brotlegur. Frakkanum er svo vikið af velli með rautt spjald í þokkabót. 

52. MARK. Napoli 1:1 Real Madrid. Sergio Ramos skallar hornspyrnu í netið og nú þarf Napoli að skora tvö í viðbót til að fá framlengingu.  

46. Seinni hálfleikur er kominn af stað

45. Hálfleikur í leikjunum. 

24. MARK. Napoli 1:0 Real Madrid. Þarna kemur markið sem Napoli á skilið. Dries Mertens klárar eftir undirbúning Marek Hamsik. 

22. Napoli byrjar mun betur gegn Real Madrid en staðan er enn markalaus. 

20. MARK - Arsenal 1:0 Bayern. Þarna kemur markið sem ég lýsti eftir. Theo Walcott klárar glæsilega úr þröngu færi. Þetta er séns. 

18. Arsenal fer vel af stað en ef enska liðið ætlar að eiga einhvern möguleika í þessum leik verður að koma mark sem fyrst. 

9. Róleg byrjun í London. Olivier Giroud átti að byrja á bekknum en hann fór í byrjunarliðið þar sem Danny Welbeck meiddist í upphitun. 

1. Leikirnir eru komnir af stað.

Byrjunarlið Napoli: Reina, Hysaj, Albiol, Koulibaly, Ghoulam; Allan, Diawara, Hamsik; Callejón, Mertens, Insigne.

Byrjunarið Real Madrid: Navas, Carvajal, Pepe, Ramos, Ronaldo, Kroos, Benzema, Bale, Marcelo, Casemiro, Modric

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Bellerin, Koscielny, Mustafi, Monreal, Ramsey, Xhaka, Walcott, Chamberlain, Sanchez, Giroud

Byrjunarlið Bayern München: Neuer, Hummels, Thiago, Ríbery, Martínez, Lewandowski, Robben, Rafinha, Alonso, Vidal, Alaba

mbl.is

Bloggað um fréttina