Dregið í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni

Real Madrid á möguleika á að verða fyrsta liðið til ...
Real Madrid á möguleika á að verða fyrsta liðið til að verja Evrópumeistaratitilinn. AFP

Dregið verður til undanúrslitanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem og Evrópudeildinni fyrir hádegi í dag.

Liðin fjögur sem eru í pottinum í Meistaradeildinni eru:

Real Madrid
Atlético Madrid
Juventus
Mónakó

Real Madrid á möguleika á að verða fyrsta liðið til að verja Evrópumeistaratitilinn en liðið vann Atlético Madrid í úrslitaleik í fyrra þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Liðin fögur sem eru í pottinum í Evrópudeildinni eru:

Manchester United
Lyon
Celta Vigo
Ajax

mbl.is