Áttundi tapleikur Sverris og félaga í röð

Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. Ljósmynd/Granada

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans i spænska liðinu Granada kvöddu spænsku 1. deildina með tapi gegn Espanyol, 2:1, í kvöld.

Sverrir Ingi lék allan tímann í hjarta varnarinnar en þetta var áttundi tapleikur liðsins í röð og það endar í neðsta sæti deildarinnar. Grananda lenti 2:0 undir í leiknum í kvöld eftir aðeins átta mínútur en Andreas Pereira, lánsmaður frá Manchester United, náði að laga stöðuna fyrir Granada með marki á 22. mínútu.

mbl.is