Hafa engan áhuga á Ronaldo

Cristiano Ronaldo er eftirsóttur.
Cristiano Ronaldo er eftirsóttur. AFP

Hávær orðrómur hefur verið um að Cristiano Ronaldo sé á leið frá Evrópumeisturum Real Madrid og hefur hann verið orðaður við flest stórlið Evrópu.

Eitt þeirra er Bayern München, en félagið hefur nú gefið út formlega yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að enginn áhugi sé fyrir hendi að fá Ronaldo í sumar.

„Með nútímatækni hafa fréttir breiðst út á ógnarhraða, en stundum eiga þær við engin rök að styðjast,“ segir í yfirlýsingunni. „Við höfum sem reglu að tjá okkur ekki um orðróma, en nú í sambandið við Cristiano Ronaldo viljum við taka fram að það er enginn fótur fyrir þessum sögusögnum.“

Ronaldo, sem er 31 árs gam­all, yf­ir­gaf Manchester United árið 2009 og gekk í raðir Real Madrid þar sem hann hef­ur slegið öll met.

mbl.is