Elmar fær markið skráð á sig (myndskeið)

Theódór Elmar Bjarnason fagnar markinu sem hann hefur nú loks ...
Theódór Elmar Bjarnason fagnar markinu sem hann hefur nú loks fengið skráð á sig. mbl.is/Golli

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur fengið fyrra mark Íslands í 2:0 sigrinum gegn Tyrkjum í undankeppni HM í knattspyrnu í október 2016 skráð á sig.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, skráði markið sem sjálfsmark en eftir skot hans á markið breytti boltinn um stefnu af einum leikmanni Tyrkja eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

FIFA hefur nú skráð markið á Theodór Elmar og í samræmi við það hafa UEFA og KSÍ í kjölfarið breytt sinni skráningu. Þetta er eina mark Elmars í 38 landsleikjum.

mbl.is