Nokkuð ánægðar með úrslitin (myndskeið)

„Við erum bara nokkuð ánægðar með úrslitin. Auðvitað vildum við vinna og við fengum færi til þess að skora en við náðum ekki að nýta þau. Mér fannst seinni hálfleikurinn hjá okkur betri en sá fyrri,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði kvennalandsliðsins í viðtali við KSÍ eftir markalaust jafntefli gegn Dönum í fyrsta leiknum á Algvare-bikarnum í gær.

„Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og spila góðan varnarleik. Þrír bestu leikmenn Dana spiluðu í fremstu víglínu. Við vorum í smá basli í fyrri hálfleik með að loka á þá en við gerðum betur í seinni hálfleik og náðum að loka á þá lykilleikmenn,“ sagði Sara en sjá má allt viðtalið við Söru í spilaranum hér að ofan.

Næsti leikur íslenska landsliðsins á mótinu verður gegn Japan á föstudaginn.

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert