Neymar er ánægður hjá PSG

Unai Emery, knattspyrnustjóri PSG, segist ekki hafa áhyggjur af því að Neymar muni yfir gefa frönsku meistarana. Framtíð hans sjálfs hjá PSG gæti þó verið óviss.

Neymar hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá PSG eftir að franska liðið borgaði metfé fyrir hann síðasta sumar. 

„Ég tel að Neymar verði í París á næsta tímabili og framhald verði á samtarfi hans og PSG. Það er eðlilegt að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er ánægður hérna,“ sagði Emery í samtali við Cadena COPE og hann útilokar ekki að Neymar muni koma aftur við sögu á þessu tímabili en Brasilíumaðurinn hefur glímt við meiðsli síðustu vikurnar. 

„Ég ræddi við hann fyrir tveimur til þremur vikum. Hann er í endurhæfingu og gæti náð að spila áður en tímabilinu lýkur,“ sagði Emery en PSG er þegar orðið franskur meistari. 

Um sína framtíð sagði stjórinn að þau mál hefðu ekki enn verið rædd. Hann sagðist á þessum tímapunkti hvorki ganga út frá því að hann verði áfram hjá PSG né að hann yfirgefi félagið. 

Neymar var myndaður á hækjum hinn 13. apríl.
Neymar var myndaður á hækjum hinn 13. apríl. AFP
Unai Emery
Unai Emery AFP
mbl.is