Portúgalar Evrópumeistarar

U19 ára lið Portúgala fagnar Evrópumeistaratitlinum.
U19 ára lið Portúgala fagnar Evrópumeistaratitlinum. AFP

Í gærkvöld varð Portúgal Evrópumeistari U19 landsliða í knattspyrnu karla þegar liðið sigraði Ítalíu 4:3 í framlengdum úrslitaleik. 

Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma og því var framlengt. Portúgal komst snemma yfir í framlengingunni en Ítalir jöfnuðu á 107. mínútu. Tveimur mínútum seinna eða á 109. mínútu skoraði varamaðurinn Pedro Correia sigurmark Portúgala. 

Það skemmtilega við tímasetninguna á sigurmarkinu er að þegar Portúgalar urðu Evrópumeistarar A-landsliða fyrir tveimur árum í Frakklandi kom sigurmark Eder í framlengingunni einmitt á 109. mínútu.

Portúgal varð síðast Evrópumeistari í þessum aldursflokki árið 1999.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert