Albert á leiðinni til AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson mun gangast undir læknisskoðun hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar á morgun og skrifa undir samning í kjölfarið. AZ borgar PSV um tvær milljónir evra fyrir Albert. Vísir greindi frá í dag. 

Albert hefur lítið fengið að spila með PSV, þrátt fyrir gott gengi með varaliði félagsins og hafnaði hann nýju samningstilboði félagsins á árinu. Albert vill færa sig um set og spila reglulega í efstu deild Hollands. 

Framherjinn var með íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi. Leikmenn á borð við Kolbein Sigþórsson, Grétar Rafn Steinsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa allir leikið með AZ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert