Landsliðsskór Silva komn­ir á hill­una

David Silva faðmar hér Andres Iniesta sem einnig hætti með …
David Silva faðmar hér Andres Iniesta sem einnig hætti með landsliðinu á dögunum. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn David Silva hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir 125 landsleiki, einn heimsmeistaratitil og tvo Evrópumeistaratitla.

Silva er 32 ára sóknarmaður og hefur verið á mála hjá Manchester City á Englandi síðan 2010 en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2006.

Í yfirlýsingu frá Silva segist hann vera stoltur af afrekum sínum með Spáni og að ákvörðunin um að hætta hafi verið ein sú erfiðasta á ferlinum. „Ég lifði og dreymdi með liði sem verður aldrei gleymt,“ bætti hann við.

Silva skoraði 35 mörk fyrir Spán, varð heimsmeistari árið 2010 og Evrópumeistari árin 2008 og 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert