Landsliðið fellur um tíu sæti á FIFA-listanum

Þrjú ár síðan íslenska karlalandsliðið var neðar á styrkleikalista FIFA.
Þrjú ár síðan íslenska karlalandsliðið var neðar á styrkleikalista FIFA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tíu sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var birtur í morgun. Ísland var í 22. sæti síðast þegar listinn var birtur en er nú komið í 32.-34. sæti, ásamt Kostaríka og Íran. Það eru þrjú ár síðan liðið var á svipuðum stað á listanum, en árið 2015 var íslenska liðið í 36. sæti og árið 2014 var liðið í 32. sæti.

Lið sem hafa skotist upp fyrir Ísland eru sem dæmi Venesúela, Paragvæ, Írland, Rúmenía, Norður-Írland, Slóvakía og Senegal. Frakkar, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, stökkva upp í efsta sæti listans og fara upp um sex sæti en þeir unnu 4:2-sigur á Króatíu í úrslitaleik í Moskvu á HM í Rússlandi í sumar.

Belgar eru í öðru sæti og Brasilía í því þriðja. Króatar eru í fjórða sætinu og England er í því sjötta. Þjóðverjar falla hins vegar um fjórtán sæti og eru komnir í fimmtánda sæti heimslistans en liðið féll úr leik í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar.

1. Frakkland 
2. Belgía
3. Brasilía
4. Króatía
5. Úrúgvæ
6. England
7. Portúgal 
8. Sviss
9. Spánn
9. Danmörk
11. Argentína
12. Síle
13. Svíþjóð
14. Kólumbía
15. Þýskaland
16. Mexíkó
17. Holland
18. Pólland
19. Wales
20. Perú
21. Ítalía
22. Bandaríkin
23. Austurríki
24. Túnis
24. Senegal
26. Slóvakía
27. Norður-Írland
28. Rúmenía
29. Írland
30. Paragvæ
31. Venesúela 
32. Kostaríka
32. Íran
32. ÍSLAND
35. Úkraína
36. Serbía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka