Slá Danir vont 81 árs gamalt met?

Marek Hamsik (fyrir miðju) gæti skorað gegn veiku liði Dana …
Marek Hamsik (fyrir miðju) gæti skorað gegn veiku liði Dana í kvöld. AFP

Danska karlalandsliðið í fótbolta mætir Slóvakíu á útivelli í vináttuleik í kvöld. Danir óttast stærsta tap í sögu landsliðsins, þar sem leikmannahópur danska liðsins er skipaður leikmönnum sem m.a. spila í D-deildinni og eru í futsal-landsliði þjóðarinnar. Ástæðan er ágreiningur leikmanna og danska knattspyrnusambandsins. 

Vorið 1937 tapaði danska landsliðið 8:0 fyrir Þjóðverjum í Breslau, sem nú er þekkt sem Wroclaw í Póllandi, og er það stærsta tapið í sögu danska landsliðsins. Danir hafa svo sjö sinnum tapað 6:0, síðast árið 1984 fyrir Hollendingum í Amsterdam. 

Danir hafa aðeins tvívegis tapað með fjórum mörkum eftir aldamót, 4:0 fyrir Armeníu árið 2013 og 4:0 fyrir Írlandi árið 2007. Ekki er óhugsandi að danska liðið slái metið yfir stærsta tapið í sögunni í kvöld þar sem leikmenn á borð við Marek Hamsik og Martin Skrtel skipa sterkt slóvakískt lið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert