Mikilvægur sigur Fenerbahce á Anderlecht

Liðsmenn Fenerbahce fagna í dag.
Liðsmenn Fenerbahce fagna í dag. AFP

Fenerbahce hafði betur gegn Anderlecht á heimavelli í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, 2:0. Staðan var markalaus í hálfleik en tyrkneska liðið var sterkara í seinni hálfleik. 

Mathieu Balvuena kom Fenerbahce yfir á 71. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Michael Frey annað markið og tryggði liðinu sigur. Með sigrinum fór Fenerbahce upp í sjö stig í D-riðli og er liðið tveimur stigum eftir Dinamo sem vermir toppsætið.

Í Kasakstan fékk Astana heimsókn frá Jablonec frá Tékklandi og vann 2:1-sigur. Með sigrinum fór Astana upp fyrir Dynamo Kíev og upp í toppsæti K-riðils. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert