Loks búnir að ráða landsliðsþjálfara

Gregg Berhalter.
Gregg Berhalter. Ljósmynd/bandaríska knattspyrnusambandið

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur loksins ráðið þjálfara fyrir karlalandsliðið í knattspyrnu.

Ekki réð það Heimi Hallgrímsson, sem hefur af og til verið orðaður við þjálfarastarfið, heldur varð Gregg Berhalter fyrir valinu en leitin að nýjum þjálfara hefur staðið yfir í eitt ár eftir að Bandaríkjamönnum mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi.

Berhalter er 45 ára gamall og lék 44 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 1994 til 2006 og spilaði á tveimur heimsmeistaramótum. Hann hefur þjálfað lið Columbus Crew og tekur við þjálfun bandaríska landsliðsins af Dave Sarachan sem var ráðinn tímabundið eftir að Bruce Arena lét af störfum eftir undankeppni HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert