Digne ekki með gegn Íslandi

Lucas Digne sækir að Jóhanni Berg Guðmundssyni í vináttulandsleiknum í ...
Lucas Digne sækir að Jóhanni Berg Guðmundssyni í vináttulandsleiknum í fyrra.

Lucas Digne fær ekki tækifæri til að mæta samherja sínum hjá Everton, Gylfa Þór Sigurðssyni, þegar Frakkland fær Ísland í heimsókn á Stade de France í undankeppni EM í knattspyrnu á mánudaginn.

Digne hefur dregið sig úr landsliðshóp Frakka vegna meiðsla en hann er 25 ára gamall vinstri bakvörður. Layvin Kurzawa var vinstri bakvörður Frakka í 4:1-sigrinum á Moldóvu í gærkvöldi en Digne spilaði aftur á móti allar 90 mínúturnar í vináttulandsleiknum gegn Íslandi í Guinga­mp í Frakklandi í október á síðasta ári. Þá gerðu liðin 2:2 jafntefli.

mbl.is