Enn reiður við forráðamenn United

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Louis van Gaal var í áhugaverðu viðtali við BBC í dag, þar sem hann ræddi um tímann sinn og brottrekstur frá Manchester United. Van Gaal var aðeins knattspyrnustjóri United í tvö tímabil, þrátt fyrir að hann hafi gert liðið að enskum bikarmeistara. 

Hollendingurinn viðurkennir að hann er enn pirraður yfir vinnuaðferðum forráðamanna United er hann missti starfið, þar sem löngu var búið að ákveða að ráða José Mourinho sem eftirmann hans. 

„Ég er enn reiður yfir því hvernig þeir fóru að þessu. Þeir vissu að þetta væri síðasta starfið mitt. Ég skil af hverju Mourinho var ráðinn. Hann er toppstjóri og hefur unnið fleiri titla en ég.

Ég er hins vegar ekki sáttur við að hann hafi ákveðið þetta sex mánuðum áður og sagði ekki neitt. Mitt stærsta afrek á ferlinum er að vinna enska bikarinn með snöru um hálsinn,“ sagði van Gaal. 

Hægt er að sjá þetta langa og áhugaverða viðtal í heild sinni með að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert