Viðar kominn á blað með Hammarby

Viðar Örn Kjartansson fagnar marki sínu í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson fagnar marki sínu í kvöld. Ljósmynd/Hammarby

Viðar Örn Kjartansson var allan tímann í framlínu Hammarby sem varð að sætta sig við tap gegn Helsingborg í efstu deild Svíþjóðar í fótbolta í kvöld, 2:1. Andri Rúnar Bjarnason var hins vegar ekki með Helsingborg vegna meiðsla. 

Viðar Örn skoraði mark Hammarby á 18. mínútu þegar hann jafnaði í 1:1. Markið var það fyrsta sem Selfyssingurinn skorar fyrir Hammarby, en hann gekk í raðir félagsins frá Rostov á lánssamningi í síðasta mánuði. 

Framherjinn lét vaða innan teigs með þeim afleiðingum að boltinn hafnaði í bláhorninu nær. Markið dugði hins vegar ekki til því Helsingborg skoraði sigurmarkið á 81. mínútu. Viðar Örn fékk gult spjald á 67. mínútu. 

Hammarby hefur ekki farið vel af stað í deildinni og er liðið búið að gera tvö jafntefli og tapa einum leik í fyrstu þremur umferðunum. Helsingborg, sem er nýliði í deildinni, er með tvo sigra og eitt tap og er liðið í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert