Rúnar spilaði í mikilvægum sigri

Rúnar Alex Rúnarsson í eldlínunni.
Rúnar Alex Rúnarsson í eldlínunni. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Dijon unnu 3:2-sigur á Rennes í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Rúnar stóð allan tímann á milli stanganna hjá Dijon. 

Sigurinn var afar mikilvægur í spennandi fallbaráttu. Dijon er nú með 28 stig og í 18. sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan botnlið Caen og fjórum stigum fyrir ofan Guingamp sem er í 19. sæti.

Neðstu tvö lið deildarinnar falla niður um deild á meðan 18. sæti fer í umspil við lið í 2. deild um sæti í efstu deild. 

Rúnar hefur leikið síðustu fjóra leiki með Dijon, en hann missti sætið sitt í byrjunarliðinu fyrir áramót. Rúnar og félagar fóru afar vel af stað í deildinni og varði Rúnar mark liðsins í byrjun móts. 

Síðan fór að halla undan fæti og Rúnar missti sætið sitt, en hefur leikið vel síðan hann fékk tækiðfærið á ný. Dijon hefur nú leikið þrjá leiki í röð án taps og unnið tvo af þeim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert