Hazard leikur með Real á næstu leiktíð

Eden Hazard spilar með Real á næstu leiktíð samkvæmt L'Équipe.
Eden Hazard spilar með Real á næstu leiktíð samkvæmt L'Équipe. AFP

Franska dagblaðið L'Équipe greinir frá því í dag að Eden Hazard, knattspyrnumaður hjá Chelsea, skipti yfir til Real Madríd í sumar. Spænska félagið þarf að borga um 100 milljónir evra fyrir belgíska sóknarmanninn. 

Samkvæmt L'Équipe gerðu Chelsea og Real Madríd samkomulag um félagsskipti Hazard fyrir nokkrum vikum, en beðið verður með að staðfesta þau, þangað til Chelsea er búið að leika við Arsenal í úrslitum Evrópudeildarinnar 29. maí næstkomandi. 

Hins vegar er ólíklegt að Paul Pogba gangi í raðir Real frá Manchester United, þar sem Frakkinn vill um 15 milljónir evra í árslaun, eitthvað sem forráðamenn Real eru ekki tilbúnir að borga honum. 

mbl.is