Hareide í stað Lagerbäck?

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að þjálfarinn Åge Hareide myndi hætta að stýra danska karlalandsliðinu eftir EM á næsta ári, þegar samningur hans rennur út.

Kasper Hjulmand tekur við liðinu en hann hætti með Nordsjælland í mars eftir að hafa tekið við því liði af Ólafi Kristjánssyni í lok árs 2015.

Hareide kvaðst á blaðamannafundi í gær opinn fyrir því að taka við norska landsliðinu á næsta ári. Hann var spurður um það í ljósi þess sem Lars Lagerbäck, núverandi þjálfari Noregs, sagði fyrir leik liðsins við Færeyjar á mánudag.

Þar viðurkenndi Svíinn, sem tók við Noregi eftir góðan árangur sem þjálfari Íslands, að undankeppni EM væri örugglega sín síðasta undankeppni sem þjálfari Noregs. Liðið hefur ekki farið vel af stað og er með 5 stig eftir 4 leiki, á eftir Spáni, Rúmeníu og Svíþjóð.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »