Messi náði í stig en Argentína á botninum

Lionel Messi svekktur gegn Paragvæ í nótt.
Lionel Messi svekktur gegn Paragvæ í nótt. AFP

Lionel Messi kom Argentínu til bjargar þegar liðið mætti Paragvæ í Ameríkubikarnum í knattspyrnu í nótt. Hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu en lokatölur urðu 1:1.

Richard Sánchez hafði komið Paragvæ yfir í fyrri hálfleik en Messi jafnaði metin úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og lokatölur urðu 1:1. Þetta er fyrsta stigið sem Argentína nælir í eftir fyrstu tvo leikina og er liðið á botni B-riðils keppninnar með jafn mörg stig og Katar en verri markatölu.

Katar tapaði fyrir Kólumbíu, 1:0, þar sem Daniel Zapata skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir á leiknum. Kólumbía er á toppnum með fullt hús stiga. Paragvæ er svo í öðru sæti með tvö stig eftir tvö jafntefli. Argentína á enn möguleika á því að komast áfram í keppninni, en verður þá að vinna Katar í lokaleiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert