Fyrstu tvö mörk Kolbeins í fimm ár

Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Katar í …
Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Katar í nóvember á síðasta ári. AFP

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag opnaði Kolbeinn Sigþórsson markareikning sinn hjá sænska meistaraliðinu AIK í dag. Hann bætti svo um betur og skoraði tvö mörk í 3:0-sigri liðsins á Elfsborg.

Kolbeinn lét ekki þar við sitja heldur lagði hann einnig upp þriðja markið áður en hann fór af velli á 75. mínútu. Kolbeinn og félagar í AIK eru í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 16 leiki.

Fara þarf aftur um tæp fimm ár eða allt aftur til september 2014 til þess þegar Kolbeinn skoraði síðast fleiri en eitt mark í deildarleik með aðalliði, en hann var þá leikmaður Ajax og skoraði þrennu í 5:2-sigri í hollensku úrvalsdeildinni. Kolbeinn hefur sem kunnugt er verið þjakaður af meiðslum síðustu ár en virðist vera að komast á réttan kjöl á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert