Arnór gæti orðið lengi frá (myndskeið)

Hugað að meiðslum Arnórs Ingva í gær.
Hugað að meiðslum Arnórs Ingva í gær. Ljósmynd/Malmö

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö, gæti orðið frá keppni í langan tíma, en leikmaður Djurgården braut illa á honum undir lok fyrri hálfleiks í viðureign liðanna í gær, sem endaði 1:1. Arnór var borinn af velli eftir að Haris Radetinac, leikmaður Djurgården, traðkaði ofan á sköflungi Arnórs sem lá óvígur eftir, greinilega sárþjáður.

Morgunblaðið náði í gærkvöld tali af Arnóri, sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu en sagði að meiðslin skýrðust í dag eftir myndatöku.

Uwe Rösler, þjálfara Malmö, var heitt í hamsi eftir leikinn, en hann sagði að um afar ruddalegt brot hefði verið að ræða og Arnór kynni að vera fótbrotinn.

„Þetta var virkilega ljótt brot og svona vill fólk ekki sjá í fótbolta. Arnór gæti orðið lengi frá keppni,“ sagði Rösler eftir leikinn.

Myndskeið af atvikinu má sjá HÉR

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert