Glódís skoraði fyrsta markið eftir sumarfrí

Glódís Perla Viggósdóttir að skora fyrir íslenska landsliðið.
Glódís Perla Viggósdóttir að skora fyrir íslenska landsliðið. mbl.is/Eggert

Rosengård, lið landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur, fer heldur betur vel af stað eftir sumarfrí í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í fyrsta leik sínum í tvo mánuði hrósaði liðið 5:0-sigri þegar Växjö kom í heimsókn.

Glódís Perla spilaði að venju allan leikinn í vörn Rosengård og hún kom liðinu á bragðið með marki á 25. mínútu í dag. Rosengård var 3:0 yfir í hálfleik og bætti svo við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum sem skilaði 5:0 sigri.

Rosengård er eftir sigurinn í öðru sæti deildarinnar með 17 stig eftir átta leiki, stigi á eftir toppliði Gautaborgar.

mbl.is