„Velkominn til Liverpool!

Adrian í eldlínunni í kvöld.
Adrian í eldlínunni í kvöld. AFP

Spænski markmaðurinn Adrián tryggði Liverpool sigur á Chelsea með því að verja vítaspyrnu frá Tammy Abraham í vítakeppi liðanna í Stórbikar Evrópu í fótbolta í kvöld. 

Markmaðurinn er nýkominn til Liverpool á frjálsri sölu, þar sem samningur hans við West Ham rann út. Spánverjinn var hæstánægður í leikslok. 

„Velkominn til Liverpool! Þetta er búið að vera klikkuð vika,“ sagði hann í samtali við BT Sports eftir leik. „Ég er mjög ánægður fyrir liðið og ég er ánægður með að vera leikmaður Liverpool. Þetta var langur leikur en góður endir fyrir okkur,“ bætti hann við. 

mbl.is