Mbappé sló met Messi

Kylian Mbappé fór heim með boltann eftir leikinn í kvöld.
Kylian Mbappé fór heim með boltann eftir leikinn í kvöld. AFP

Kylian Mbappé varð í kvöld yngsti leikmaðurinn til að skora 15 mörk í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er hann skoraði þrennu í 5:0-sigri PSG gegn Club Brugge í Belgíu í kvöld.

Mbappé er nýstiginn upp úr meiðslum og hóf því leik kvöldsins á varamannabekknum. Hann kom inn á 52. mínútu og skoraði ekki bara þrjú mörk áður en leikurinn var úti heldur lagði hann eitt upp á liðsfélaga sinn líka.

Þetta þýðir að Frakkinn er búinn að skora 15 Meistaradeildarmörk en hann er 20 ára og 306 daga gamall. Mikið yngri en Lionel Messi var þegar hann skoraði sitt 15. mark í keppninni eða 21 árs og 288 daga.

mbl.is