Danir skoruðu fjórtán mörk

Pernille Harder skoraði þrennu.
Pernille Harder skoraði þrennu. AFP

Danska kvennalandsliðið í fótbolta vann ótrúlega sannfærandi 14:0-sigur á Georgíu í undankeppni EM í dag.

Stine Larsen og Pernille Harder skoruðu báðar þrennu og Nadia Nadim og Nicoline Sørensen gerðu tvö mörk. Sofie Svava, Nanna Christiansen, Rikke Madsen skoruðu eitt og eitt markanna var sjálfsmark.

Danir eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki í öðru sæti riðilsins. Ítalía er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir sex leiki. Ítalía vann sannfærandi 5:0-sigur á Möltu fyrr í dag þar sem Valentina Cernoia skoraði þrennu.

Austurríki er með fullt hús stiga í G-riðli eftir 9:0-sigur á Kasakstan og óvænt úrslit urðu í D-riðli er Pólland og Spánn gerðu markalaust jafntefli í Póllandi. Spánn er í toppsæti riðilsins með sjö stig og Pólland í fjórða með eitt.

mbl.is