Messi jafnaði í uppbótartíma

Lionel Messi og Luis Suárez ræða málin.
Lionel Messi og Luis Suárez ræða málin. AFP

Argentína og Úrúgvæ mættust í vináttulandsleik í fótbolta í gærkvöldi í Ísrael og úr varð hörkuleikur. Lokatölur urðu 2:2 og skoraði Lionel Messi jöfnunarmark Argentínu í uppbótartíma. 

Edinson Cavani kom Úrúgvæ yfir á 34. mínútu eftir undirbúning hjá Luis Suárez og var staðan í hálfleik 1:0. Sergio Agüero jafnaði á 63. mínútu eftir stoðsendingu frá Lionel Messi, en aðeins sex mínútum síðar skoraði Luiz Suárez annað mark Úrúgvæ.

Argentína átti hins vegar síðasta orðið því Messi skoraði jöfnunarmark úr víti á annarri mínútu uppbótartímans og þar við sat. Leikirnir voru þeir síðustu hjá þjóðunum á þessu ári. 

Brasilía mætti Suður-Kóreu í Abú Dabí í dag og vann 3:0-sigur. Lucas Paquetá og Philippe Coutinho komu Brasilíumönnum í 2:0 í fyrri hálfleik áður en Danilo gulltryggði 3:0-sigur í seinni hálfleik. 

mbl.is