De Ligt besti ungi leikmaðurinn

Matthijs de Ligt var valinn besti ungi leikmaðurinn á Ballon …
Matthijs de Ligt var valinn besti ungi leikmaðurinn á Ballon D'Or verðlaunahátíðinni. AFP

Matthijs De Ligt, varnarmaður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, var valinn besti ungi leikmaðurinn á Ballon D'Or-verðlaunaafhendingunni sem fram fer í París í kvöld. De Ligt lék með Ajax á síðustu leiktíð og var meðal annars fyrirliði liðsins.

Ajax fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið féll úr leik gegn Tottenham en De Ligt var keyptur til Juventus síðasta sumar fyrir 67 milljónir punda. Frakkinn Kylian Mbappé hampaði verðlaunum á síðustu leiktíð.

Aðeins leikmenn sem eru 21 árs eða yngri koma til greina. Jadon Sancho, sóknarmaður Dortmund, hafnaði í öðru sæti og Joao Felix, leikmaður Atlético Madrid og fyrrverandi leikmaður Benfica, varð í þriðja sæti.

mbl.is