Í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall.
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni með liðum sínum víðsvegar um Evrópu í dag. Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem hefur leikið sjö leiki í röð án taps og er að berjast um sæti í umspilinu í ensku B-deildinni. 

Þá léku Sveinn Aron Guðjohnsen og Kolbeinn Þórðarson, leikmenn U21 árs landsliðs Íslands, 90 mínútur með sínum liðum á meðan Aron Bjarnason var í byrjunarliðinu í grannaslag í Ungverjalandi. 

Hér að neðan má sjá hvað íslenskir knattspyrnumenn gerðu með liðum sínum í dag. 

ENGLAND

Burnley - Newcastle 1:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Liðið er í 12. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. 

B-deild:
Derby - Millwall 0:1
Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 67 mínúturnar með Millwall, sem er í 11. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 23 umferðir, aðeins tveimur stigum frá sæti í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni. 

ÞÝSKALAND

Wolfsburg - Duisburg 4:0
Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg, sem er með 37 stig á toppi deildarinnar eftir 13 leiki. 

C-deild:
Bayern München II - Kaiserslautern 1:3
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 88. mínútu hjá Kaiserslautern. Liðið er í 9. sæti með 28 stig eftir 19 leiki. 

ÚKRAÍNA

Lviv - Kolos Kovalivka 3:2
Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn með Kolos Kovalivka, sem er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 18 leiki. 

Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn.
Árni Vilhjálmsson lék allan leikinn.

ÍTALÍA

B-deild:
Venezia - Spezia 0:0
Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leikinn með Spezia. Liðið er í 13. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 15 leiki. 

Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leikinn með Spezia.
Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leikinn með Spezia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

PÓLLAND

Raków - Górnik Zabrze 2:1
Adam Örn Arnarson var allan tímann á varamannabekk Górnik Zabrze, sem er í 12. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 19 leiki. 

BELGÍA

B-deild:
Virton - Lommel 3:1
Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel, sem er í 7. sæti af 8 liðum með 18 stig eftir 19 leiki. 

Kolbeinn Þórðarson spilaði með Lommel.
Kolbeinn Þórðarson spilaði með Lommel. mbl.is/Kristinn Magnússon

UNGVERJALAND

Honvéd - Újpest 0:0
Aron Bjarnason lék fyrstu 52 mínúturnar með Újpest, sem er í 5. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 16 leiki. 

FRAKKLAND

Amiens - Dijon 1:1
Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á bekknum hjá Dijon, sem er í 16. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 18 leiki. 

mbl.is