Real upp fyrir erkifjendurna

Real Madríd vann nauman sigur á Real Valladolid.
Real Madríd vann nauman sigur á Real Valladolid. AFP

Real Madríd er komið upp í toppsæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Real Valladolid í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem bæði lið fengu fín færi til að skora, var Real mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Sigurmark Nacho Fernández á 78. mínútu var því verðskuldað. 

Real er með 46 stig, þremur stigum meira en Barcelona, sem er í öðru sæti. Sevilla er í þriðja sæti með 38 stig og Getafe í fjórða sæti með 36 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert