Stórbrotið sigurmark í Færeyjum (myndskeið)

Ari Olsen skoraði sigurmarkið glæsilega.
Ari Olsen skoraði sigurmarkið glæsilega. Ljósmynd/Vikingur.fo

Víkingur frá Götu og Leirvík hafði betur gegn NSÍ Runavík, 1:0, á heimavelli í færeysku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum fór Víkingur upp í sjö stig og í toppsætið í bili hið minnsta. 

Ari Olsen skoraði sigurmarkið á 18. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Gerði hann sér lítið fyrir og negldi boltanum í stöng og inn af löngu færi. 

Markið má sjá hér fyrir neðan. 

Great goal from Ari Olsen. Víkingur - NSÍ 1-0. (Faroe Islands, Betri Deildin) from r/soccer
mbl.is