Lætur til sín taka í réttindabaráttu

Sif Atladóttir
Sif Atladóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur tekið að sér stjórnarsetu í leikmannasamtökum sænsku deildarinnar en hún er leikmaður Kristianstad. 

Sænska blaðið Expressen ræðir við Sif þar sem þetta kemur fram.  Þar segir að réttindi leikmanna sem bera barn undir belti séu Sif hugleikin. 

Í Svíþjóð eru réttinda kvenna í íþróttum sem eru í barneignafríi ekki gætt eins og gert er í Bandaríkjunum. 

„Ef ég skil þetta rétt þá fá leikmenn greitt meðlag og njóta verndar. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa á hjálp á halda vegna sinna aðstæðna geta fengið hana,“ er haft eftir Sif í umfjölluninni. 

„Staðan er ekki með þeim hætti að til sé bæklingur um þetta til að hjálpa íþróttafélögunum að vinna úr þessu. Þetta er stórt skref fram á við í körfuboltanum í Bandaríkjunum og þar er reglugerðin nýleg. Er þetta er eitthvað sem vantar í kringum kvennaíþróttir á heildina litið en ekki bara í knattspyrnunni,“ hefur Expressen einnig eftir Sif. 

Sif er sjálf í barneignarfríi frá knattspyrnunni um þessar mundir. 

mbl.is