Landsliðsmiðvörðurinn áfram utan hóps

Ragnar Sigurðsson verður samningslaus í sumar.
Ragnar Sigurðsson verður samningslaus í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður FCK í dönsku úrvalsdeildinni er ekki í leikmannahóp liðsins sem mætir Randers í lokaumferð deildarkeppninnar síðar í dag. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Ragnar er ekki í leikmannahóp liðsins.

Þjálfari FCK, Ståle Solbakken, ákvað að velja þrjá miðverði í hópinn fyrir leikinn gegn Randers en þeir Andreas Bjelland, Sotirios Papagiannopoulos og Victor Nelsson voru allir valdir fram yfir íslenska miðvörðinn. Ragnar gekk til liðs við danska félagið í janúar á þessu ári en verður samningslaus eftir tímabilið.

FCK er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig, 9 stigum minna en topplið Midtjylland fyrir lokaumferðina sem verður spiluð í dag. Eftir það tekur við úrslitakeppni, umspil um Evrópusæti og umspil um fall úr deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert