Takk, Sara!

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með Wolfsburg.
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með Wolfsburg. Ljósmynd/Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var kvödd á twittersíðu Wolfsburg í dag, en Sara gekk í gær í raðir Evrópumeistara Lyon eftir fjögur glæsileg ár með þýska liðinu. 

Félagið kvaddi Söru með skemmtilegu myndbandi þar sem farið er yfir tímann hjá Wolfsburg og skemmtileg augnablik rifjuð upp. 

Sara varð fjórum sinnum þýskur meistari með Wolfsburg, þrisvar bikarmeistari og komst einu sinni í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is