Skagamaðurinn skoraði laglegt mark (myndskeið)

Arnór Sigurðsson skoraði fallegt mark í dag.
Arnór Sigurðsson skoraði fallegt mark í dag. Ljósmynd/CSKA Moskva

CSKA Moskva vann sannfærandi 4:0-sigur á Akhmat Grozní á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik gegnu gestirnir frá Moskvu á lagið í seinni hálfleik og í stöðunni 2:0 skoraði Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson fallegt mark með góðu skoti á 65. mínútu. Var hann tekinn af velli fimm mínútum síðar. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn að vanda með CSKA. 

CSKA Moskva er í fjórða sæti deildarinnar með 43 stig og í harðri baráttu um Evrópusæti. Markið hjá Arnóri má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is