Framherjinn sá fyrsti í 13 ár

Ciro Immobile.
Ciro Immobile. AFP

Knattspyrnumaðurinn Ciro Immobile, leikmaður Lazio á Ítalíu, er markakóngur ítölsku efstu deildarinnar og fær evrópska gullskóinn í þokkabót. Ítalinn skoraði sitt 36. deildarmark í lokaumferðinni í gær.

Framherjinn skoraði eina mark Lazio í 3:1-tapi gegn Napoli í lokaumferðinni í gær og lauk því keppni með 36 mörk en þar með jafnaði hann markamet Gonzalo Higuain í ítölsku deildinni. Cristiano Ronaldo, sem var hvíldur í lokaleiknum í gær, varð í öðru sæti með 31 stig.

Gullskór Evrópu er svo gefinn þeim leikmanni sem skorar flest mörk í allri álfunni en þar hafa mörk mismunandi vægi eftir því hvar deildirnar sitja á styrkleikalista UEFA. Immobile endaði tveimur mörkum fyrir ofan Robert Lewandwoski sem skoraði 34 mörk í þýsku deildinni og Ronaldo var þriðji.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2007, þegar Francesco Totti hjá Roma vann, að handhafi gullskósins er ekki leikmaður í efstu deild á Spáni. Lionel Messi hafði unnið verðlaunin undanfarin þrjú ár í röð.

mbl.is