Ómögulegt að kaupa Neymar

Neymar og Kylian Mbappé urðu franskir bikarmeistarar á dögunum.
Neymar og Kylian Mbappé urðu franskir bikarmeistarar á dögunum. AFP

Bras­il­íski knatt­spyrnumaður­inn Neym­ar mun ekki snúa aftur til spænska félagsins Barcelona í sumar en félagið er í mikl­um fjár­hags­vand­ræðum vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og hef­ur þurft að lækka laun hjá flest­um starfs­mönn­um fé­lags­ins. 

Neym­ar hef­ur verið sterk­lega orðaður við end­ur­komu til Spán­ar, und­an­farna mánuði, en hann er samn­ings­bund­inn PSG í Frakklandi. Framherjinn gekk til liðs við PSG sum­arið 2017 fyr­ir tæp­lega 200 millj­ón­ir punda og er dýr­asti knatt­spyrnumaður heims. Hann hef­ur hins veg­ar ekki fundið sig nægi­lega vel í Frakklandi og er sagður vilja kom­ast aft­ur til Spán­ar. Börsung­ar voru sagðir vera að und­ir­búa til­boð í leik­mann­inn fyrr í vet­ur en það hef­ur nú breyst.

„Neymar? Á þessari stundu er það ómögulegt,“ sagði Josep Maria Bartome­um for­seti Barcelona í viðtali við spænska miðilinn Sport. „PSG vill ekki selja hann í þokkabót.“

mbl.is