Átta marka sigur í Íslendingaslag

Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar hennar fagna.
Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar hennar fagna. Ljósmynd/FC Rosengård

Knattspyrnukonan Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og stöll­ur henn­ar hjá Rosengård unnu 9:1-stórsigur á útivelli gegn Uppsala sem Anna Rakel Pétursdóttir spilar fyrir en liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni.

Það voru reyndar heimakonur sem tóku forystuna strax á 6. mínútu en það virtist þó ekki gera annað en að styggja toppliðið. Staðan var 6:1 í hálfleik og þrjú mörk bættust við eftir hlé.

Glódís og stöllur endurheimtu toppsætið með sigrinum en þær hafa 22 stig eftir  níu umferðir og eru tveimur stigum á undan Göteborg sem á leik til góða. Uppsala er í 6. sæti með tíu stig. Þær Glódís og Anna voru báðar í byrjunarliðum og spiluðu allan leikinn fyrir sín lið.

Landsliðskonan Anna Rakel Pétursdóttir leikur með Uppsala.
Landsliðskonan Anna Rakel Pétursdóttir leikur með Uppsala. AFP
mbl.is