Hef skorað alls staðar þar sem ég hef verið

Viðar Örn Kjartansson í treyju Yeni Malatyaspor.
Viðar Örn Kjartansson í treyju Yeni Malatyaspor. Ljósmynd/Yeni Malatyaspor

„Það er auðvitað búið að vera mikið vesen í gangi og þetta hefur eiginlega verið algjört rugl, bæði með kórónuveiruna og fleira. Ég ræði það kannski einhvern tímann seinna,“ voru fyrstu orð knattspyrnumannsins Viðars Arnar Kjartanssonar þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en til umræðu var Tyrklandsdvöl landsliðsmannsins þar sem hann spilaði með Yeni Malatyaspor á síðustu leiktíð.

Framherjinn fór til Tyrklands að láni frá rússneska liðinu Rostov í byrjun febrúar og má segja að vera hans þar hafi verið skrautleg til þessa. Stuttu eftir að hann kom til borgarinnar Malatya í Austur-Tyrklandi skall kórónuveirufaraldurinn á en þar að auki var hann að spila með liði þar sem mikið gekk á. Yeni Malatyaspor var í bullandi fallbaráttu allan veturinn og var ítrekað skipt um þjálfara til að reyna að bæta gengi liðsins.

„Það eru fern þjálfaraskipti hjá okkur á sama tímabilinu. Oft kemur maður í nýtt lið og allt er á hreinu, umgjörðin traust og sterkbyggð. En þegar ég kem þangað er búið að skipta um þjálfara þrisvar! Þetta hefur verið mikið ævintýri,“ sagði Viðar Örn enn frekar um tíma sinn hjá félaginu, en hann fékk ekki ýkja mörg tækifæri til að sanna sig, skoraði tvö mörk í 15 leikjum, þar af aðeins þremur byrjunarliðsleikjum.

Þvæla frá upphafi

„Ég kem í byrjun febrúar og segi þeim strax að ég sé ekki búinn að spila heilan leik í Rússlandi síðan í nóvember. Það hefði þurft að gefa mér tvær til þrjár vikur til að komast í fullt stand en þjálfarinn sem var þá skildi mig ekki held ég. Hann hélt bara að ég væri í toppstandi og fannst það óafsakanlegt að ég skyldi ekki skora í fyrstu tveimur leikjunum. Svo kemur annar þjálfari, ég skora í fyrsta leik undir honum og svo skellur þetta kórónuveiruástand strax á í kjölfarið.“

Sjáðu viðtalið við Viðar Örn í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert