Furðulegt samtal fyrirliða Köbenhavn og Solskjærs (myndskeið)

Zeca, fyrirliði FC Köbenhavn, Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United …
Zeca, fyrirliði FC Köbenhavn, Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United og Bruno Fernandes. AFP

Manchester United sló út FC Köbenhavn í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi, 1:0, eftir framlengingu. Strax að leik loknum áttu Zeca, fyrirliði danska liðsins, og Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, áhugavert spjall.

Portúgalinn Bruno Fernandes skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í framlengingunni og um leið og lokaflautið gall heilsaði Grikkinn Zeca Solskjær út á velli. „Þakka þér kærlega fyrir allt sem þú ert að gera fyrir Manchester United,“ sagði hann.

„Við erum að reyna koma til baka,“ sagði Norðmaðurinn og benti svo á Portúgalann sem gekk við hlið hans: „Hann er að hjálpa!“

Zeca er 31 árs miðjumaður og hefur áður sagt frá því að hann sé ötull stuðningsmaður Manchester United. Svo mikill að hann var stjóra United þakklátur eftir að liðið sló hann og félaga í Köbenhavn út í framlengdum leik í Evrópudeildinni!

United mæt­ir annaðhvort Wol­ves eða Sevilla í undanúr­slit­um en þau eig­ast við í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert