Úlfarnir úr leik eftir naumt tap

Leikmenn Sevilla fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Sevilla fagna sigurmarkinu. AFP

Wolves er úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 0:1-tap fyrir Sevilla frá Spáni í Duisburg í kvöld. Lucas Ocampos skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og tryggði Sevilla sæti í undanúrslitum. 

Wolves fékk kjörið tækifæri til að komast yfir á 13. mínútu en Bono í marki Sevilla varði víti frá mexíkóska framherjanum Raúl Jímenez. Þess fyrir utan var Sevilla töluvert sterkari aðilinn og sigurinn verðskuldaður. 

Shakhtar Donetsk frá Úkraínu er einnig komið í undanúrslit eftir sannfærandi 4:1-sigur á Basel. Junior Moraes, Taison, Alan Patric og Dodo skoruðu mörk Shakhtar, en þeir eiga það sameiginlegt að vera fæddir í Brasilíu þótt Moraes sé kominn með úkraínskt ríkisfang.

Sevilla og Manchester United mætast annars vegar í undanúrslitum 16. ágúst og Inter Mílanó og Shakhtar degi síðar. 

mbl.is